Uppskriftir og hugmyndir
Kale salad with Turnip chutney dressing
Ingredients
-
Kale
-
Greek yogurt
-
Turnip chutney from Breiðargerði
-
Pumpkin seeds
-
Raisins
-
Salt
Mix 2 tablespoons chutney to 2 dl greek yogurt. Add a little salt to taste.
Chop kale and mix with the yogurt dressing.
Add pumpkin seeds and raisins.
This recipe can be found in highlights on Instagram @breidargerdi
Köld grillsósa
Stir two heaped tablespoons of beetroot chutney into 1.5 - 2 dl of Greek yogurt. Salt a little.
- Chop kale and mix well with the yogurt dressing.
-
Sýrður rjómi eða Grísk jógúrt
-
Gulrótachutney frá Breiðargerði
Cold barbecue sauce
Kramdar kartöflur með Grænkálssalti
Hráefni:
-
Kartöflur, frekar smáar
-
Olía
-
Grænkálssalt
-
PIpar
Sjóðið kartöflurnar í u.þ.b 12 mínutur, eða þar til nokkuð auðveldlega er hægt að stinga í þær með gaffli.
Raðið þeim á ofnplötu og kremjið aðeins t.d með botninum á glasi.
Penslið kartöflurnar með olíu, og kryddið með Grænkálssalti og smá svörtum pipar á báðum hliðum.
Bakið við 180 gráður í u.þ.b 40 mínútur.
Ofnbakað Toppkál
Hráefni:
-
Toppkál
-
Olía
-
Grænkáls eða Sellerísalt
-
Pipar
-
Hunang
-
Balsamic edik
Skiptið toppkálinu í tvennt eftir endilöngu, og skiptið svo hvorum helming í 2-4 báta eftir stærð.
Hitið olíu á pönnu og brúnið kálibátana vel á öllum hliðum.
Raðið kálinu í eldfast mót, kryddið með salti og pipar.
Dreypið smá hunangi og balsamic ediki yfir og bakið við 180 gráður í 20-30 mínútur.
Gott bæði sem meðlæti eða aðalréttur
*Það er líka gott og rífa smá parmesan ost yfir, annað hvort áður en kálið er bakað, eða eftir að það kemur út úr ofninum.
*Toppkálið má líka grilla í stað þess að steikja það á pönnu
Spergilkálssalat
Hráefni:
-
Vænn spergilkálshaus
-
1 dós sýrður rjómi
-
1 rauðlaukur
-
1 1/2 dl rúsínur
-
1 dl graskers eða sólblómafræ
-
8 beikonsneiðar
-
3 msk rauðvínsedik
-
1 tsk hunang
Steikið beikonið þar til það er stökkt, látið kólna og skerið smátt.
Hrærið saman sýrðan rjóma, hunang og rauðvínsedik.
Saxið spergilkál og lauk frekar smátt og hrærið út í sýrða rjómann.
Bætið við fræjum, beikoni og rúsínum.
Salatið verður enn betra ef það fær að bíða í smá stund í kæli áður en það er borið fram.
Gott meðlæti með næstum öllu!
*það má einnig nota kóralkál í þetta salat, eða blöndu af spergil- og kóralkáli
Ofnbakað Kóralkál með döðlum
Hráefni:
-
Kóralkál
-
1/2 Rauðlaukur
-
Olía
-
Grænkáls eða Sellerísalt
-
Pipar
-
8-10 Döðlur
Skerið kóralkálið og rauðlaukinn í bita, það er betra að hafa þá ekki of smáa.
Hitið olíu á pönnu, steikið laukinn smá stund og bætið svo kálinu á pönnuna.
Kryddið með salti og pipar, látið malla á pönnunni við meðalhita.
Þegar kálið er alveg að verða eldað, er smátt skornum döðlum bætt við.
*Það er best að elda kálið ekki alveg í gegn, heldur hafa smá bit í því.
*Þessi uppskrift virkar líka vel fyrir sykurertur, en þær þurfa bara örfáar mínútur á pönnunni til að verða tilbúnar.
*Ef verið er að elda meira magn í einu, er þægilegra að blanda öllu saman og baka í eldföstu móti við 170 - 180°C í u.þ.b 20 mínútur til hálftíma
Rófumauksúpa
Hráefni:
-
1,5 kg rófur
-
Olía
-
1 stór laukur
-
2 hvítlauksrif
-
2 kubbar grænmetiskraftur
- 1-2 dl rjómi
-
salt
-
pipar
-
karrý eða turmeric
-
Engifer
Skerið laukinn og hvítlaukinn, hitið olíu í potti og eldið þar til laukurinn er orðinn glær.
Kryddið með salti, smá pipar og örlitlu af karrý (eða turmeric) og engifer.
Skerið rófurnar, bætið þeim út í pottinn ásamt grænmetiskrafti og nóg vatni svo það fljóti yfir rófurnar .
Sjóðið þar til rófurnar eru mjúkar í gegn, maukið allt saman með töfrasprota.
Bætið rjómanum út í og smakkið til með salti og pipar
*ef þið viljið þynna súpuna má setja meira vatn, en þá gæti þurft meiri grænmetiskraft
Hunangsgljáðar Gulrætur
Hráefni:
-
500g Gulrætur
-
50g smjör
-
2 msk hunang
-
Grænkálssalt
-
Pipar
-
Ferskt timian
Skerið gulræturnar í 4-6 hluta endilangt
Bræðið smjör í potti við vægan hita, bætið hunanginu út í.
Raðið gulrótunum á plötu, stingið timiangreinum inn á milli
Hellið smjörblöndunni yfir, og kryddið með smá salti og pipar.
Bakið í ofni við 200°C í 30-40 mínútur
Grænkálssnakk
Hráefni:
-
Vænt búnt Grænkál
-
1-2 msk olía
-
2 tsk hvítlauksduft
-
1 tsk laukduft
-
1/2 tsk salt
Fjarlægið stilkana úr grænkálinu og rífið hvert blað niður í nokkra hluta
Setjið grænkálið í skál ásamt olíunni og blandið vel saman svo olían þekji grænkálið alveg.
Blandið kryddunum vel saman við
Raðið á ofnplötu og passið að bara sé einfalt lag af káli, látið það ekki skarast. Gæti þurft fleiri en eina plötu.
Bakið í ofni við 140°C í 20-25 mínútur, eða þar til kálið er orðið stökkt án þess þó að það brenni.
Tortilla pizzur með Spergilkáli
Hráefni:
-
2 tortilla kökur
-
Pizzasósa
-
Laukur
-
Ostur
-
Spergilkál
-
Hvítlaukur
-
Bacon, smátt skorið
-
Döðlur
-
Graskersfræ
Smyrjið tortillakökurnar með pizza sósu, setjið á þær smátt skorin lauk og ost yfir.
Skerið spergilkál í frekar litla bita og setjið ofan á ostinn, nóg til þess að þekja næstum tortillakökuna.
Bætið smátt skornum hvítlauk, döðlum og beikoni yfir og loks graskersfræjum.
Það er ágætt að dreypa aðeins ólífuolíu yfir herlegheitin áður en þau fara inni í ofn.
Bakið við 200°C þar til kökurnar eru farnar að brúnast á köntunum.
Hamborgari með Gulrótachutney og beikoni
Hráefni:
-
Hamborgari
- Hamborgarabrauð
- Ostur
- Beikon
-
Gulrótachutney
-
Majónes
-
Salat
-
Tómatar
-
Gúrkur
Grillið hamborgarann og beikonið og hitið hamborgarabrauðið
Setjið majónes, salatblað, tómata og gúrkustneiðar í botninn, og góða slettu af Gulrótachutney á efra brauðið.
Setið hamborgarann, ostinn og beikonið ofan á grænmetið, lokið borgaranum og njótið!