top of page

Uppskeru og framleiðsludagatal

Júlí

Grænkál, hnúðkál og sykurertur eru í uppskeru þessa stundina, jafnvel eitthvað fleira sem ratað hefur í beð í gróðurhúsunum. 

 

Í lok mánaðar byrja svo fyrstu hindberin að roðna. 

Enn ætti að vera nóg til af sælkeravörum úr uppskeru seinasta árs. 

Október

Gulrætur og rófur eru enn í fullri uppskeru, jafnvel kálið líka ef vel viðrar en keppst er við að klára að ná öllu í hús áður en vetur gengur í garð. 

 

Framleiðsla á sælkeravörunum er hafin á ný og tegundafjölbreytnin þar því smám saman að aukast.  

Ágúst

Grænkál, sykurertur og hindber eru í fullri uppskeru. Um miðjan mánuð fara svo ýmis konar káltegundir að bætast í hópinn.

 

Enn ætti að vera nóg til af sælkeravörunum, en þó gætu einhverjar vörutegundir farið að týnast úr. 

Nóvember

Þetta er tíminn til að njóta ferskrar uppskeru á meðan enn er nóg til. 

Káltegundunum sem í boði eru fer fækkandi, en enn eru allavega til gulrætur, rófur og hvítkál. Rétti tíminn fyrir pottrétti og súrkálstilraunir.  

Mikið úrval er nú af alls konar sælkeravörum, jafnvel einhverjar tímabundnar nýjungar sem spennandi er að prófa. 

Það er líka tilvalið að huga að bragðgóðum jólagjöfum. 

September

Nú er aðal uppskerutími á káli. Spergilkál, Toppkál, Kóralkál, Blómkál, Hvítkál og hvað annað sem gæti hafa freistað þegar fræinnkaup fóru fram. 

Um miðjan mánuð hefst svo uppskera á gulrótum fyrir alvöru. 

Eitthvað ætti enn að vera til af sælkeravörum, en tegundarúrval að minnka - enda næsta framleiðslutímabil að byrja. 

Desember

Enn eru til gulrætur og rófur til að hafa með jólasteikinni og ef rétti tíminn til þess að gæða sér á sælkeravörum er ekki núna, hvenær þá?

Sjáumst á jólamörkuðunum

Janúar

Enn gætu verið til gulrætur og jafnvel rófur. 

Engar áhyggjur, skipulagning næstu uppskeru er löngu hafin og fræinnkaup í hámarki. 

Sælkeravörurnar eru alveg jafn góðar svona eftir jól. 

Ekki gleyma að slappa af og njóta skammdegisins.

Apríl

Nú er verið að sá og forrækta matjurtir og planta í beð í gróðurhúsunum. Þar er löngu komið vor, hvað sem hitamælirinn úti segir. 

Erum við ekki byrjuð að grilla?

Enn er til nóg af sælkeravörum sem smellpassa með grillmatnum.

Sellerísalt er nauðsynlegt í kryddsmjörið.

Febrúar

Nú hefst biðin eftir næstu fersku uppskeru fyrir alvöru. 

Vorið byrjar alltaf smá um miðjan febrúar!

Sækeravörurnar eru bara að bíða eftir að þú kaupir þær og gerir tilraunir í eldamennskunni. 

Maí

Jarðvinnsla og sáning í garðana er í fullum gangi. 

Veðrið er samt líklega hálf erfitt, það er regla virðist vera. 

Fjölbreyttum aðferðum er beitt til að lágmarka framgang illgresis. 

 

Sælkeravörur!

Gulrótachutney á borgarann  

klikkar ekki

Mars

Nú er ekki seinna vænna að klára að skipuleggja ræktun sumarsins og hefjast svo handa við að sá!

Ekki gleyma sælkeravörunum. Hvort sem þig vantar afmælisgjöf eða tækifærisgjöf þá er grænkálssalt líklega svarið!

Júní

Kálinu er plantað í garðana og illgresishreinsun heldur áfram. 

Skógarplönturnar fara líka niður í júní. 

Endilega kaupið sælkeravörur, þær eru jú sælgæti. 

bottom of page