top of page
2C0A4708.jpg
Breiðargerði garðyrkjustöð
Lífrænt grænmeti 
& sælkeravörur
17859738683126071.jpg

Árstíðabundin framleiðsla

Í Breiðargerði er stunduð lífrænt vottuð grænmetisræktun. Aðallega er um útiræktun að ræða, en framleiðslan fer einnig að litlu leiti fram í óupphituðum gróðurhúsum. Framboð á grænmeti er því bundið uppskerutíma þess, og er mest seinnipart hausts. 

Samhliða grænmetisræktuninni er framleitt fjölbreytt úrval af sælkeravörum, svo sem Gulrótachutney og Grænkálssalt. Í þá framleiðslu er nýtt útlitsgallað grænmeti og aðrar aukaafurðir frá grænmetisræktuninni, auk villtra plantna sem safnað er í Breiðargerði. Framleiðslan á sælkeravörunum  hjálpar til við að vinna gegn matarsóun á garðyrkjustöðinni og skapar verðmæti úr annars vannýttu hráefni. 

Fyrir vikið stjórnast vöruúrval af því hvaða hráefni falla til, og framboð getur verið breytilegt og árstíðabundið.

Endilega skoðið framleiðsludagatalið til þess að glöggva ykkur betur á hvað er í boði hverju sinni, og hvar vörurnar er helst að fá.

bottom of page